Skemmtun og kökur á eftir

Grunnskólinn á Blönduósi mun að venju halda sumarskemmtun á Sumardaginn 1. og hefst skemmtunin  kl. 14:00.

 

Skemmtunin er í Félagsheimilinu á Blönduósi en þar sjá nemendur í 1. – 7. bekk um öll skemmtiatriði undir leiðsögn kennara. Aðgöngumiðinn kostar kr. 1.000 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn fædd 1996 og yngri.

Að skemmtun lokinni verður Umf. Hvöt með kökubasar í Félagsheimilinu svo allir geti mett magann þennan ágæta dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir