Skemmtilegur 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn er að baki með öllum sínum gleði og skemmtunum þó veðrið hefði mátt vera aðeins þurrara. En fólk lét vætuna ekki á sig fá og skemmti sér í tilefni dagsins.
Agnar H. Gunnarsson hreppstjóri Akrahrepps var ræðumaður dagsins og fjallkonan flutti ljóð en í hlutverki hennar var Heiða Björk Jóhannsdóttir. Stúfur jólasveinn mætti á svæðið og söng, töfratónar úr Ævintýrakistunni voru fluttir og þá fékk unga fólkið að reyna sig í þrautabraut Tindastóls. Á Flæðunum voru skátar með tívolí, hestar teymdir undir börnum og í gamla bænum opnaði Kaffi Krókur á ný og bauð upp á kaffihlaðborð. Þá voru Maddömur með markað og ljósmyndasýningu í Maddömukoti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir