Skeiðfélag stofnað á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
11.03.2009
kl. 10.20
Skeiðfélagið Kjarval var stofnað þann 9. mars síðastliðinn, í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastöðum á Sauðárkróki. Stofnfélagar voru 25.
Þessi félagsskapur er áhugamannafélag og er opinn öllum, sem hafa áhuga á þessum eðalgangi. Aðalmarkmið félagsins er að efla skeiðkappreiðar og hverskonar skeiðuppákomur. Boðað verður til framhaldsstofnfundar á næstu dögum og verður hann auglýstur síðar.
Ný stjórn var kjörin:
Formaður : Sölvi Sigurðarson.
Ritari : Ísólfur Líndal Þórisson.
Gjaldkeri : þorsteinn Björnsson.
Meðstjórnandi : Björn Hansen.
Meðstjórnandi : Magnús Bragi Magnússon.
Varamaður : Elvar Einarsson.
Varamaður : Elvar Gíslason.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.