Skagfirski kammerkórinn með vortónleika á sumardaginn fyrsta
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
18.04.2016
kl. 14.18
Glaðlegur hópur í Stykkishólmskirkju að afloknum þrennum tónleikum á Vesturlandi. Mynd: Fésbókarsíða Skagfirska kammerkórsins.
Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins verða í Menningarhúsinu Miðgarði næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta, og hefjast þeir klukkan 20:30. Kórinn er nýkomin úr ferð um Vesturland, þar sem haldnir voru þrennir tónleikar, og er meðfylgjandi mynd tekin í ferðinni.
Á efnisskránni er allt frá þjóðlögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar. Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir. Aðgangseyri er 3.000 krónur og verður boðið upp á kaffiveitingar að tónleikunum loknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.