Skagfirðingurinn Hilmar Örn Jónsson fremstur skylmingarmanna
feykir.is
Uncategorized
18.02.2009
kl. 12.00
Fyrir stuttu síðan fóru Íslendingar á heimsbikarmót í skylmingum með höggsverði. Fór keppnin fram í Örebro í Svíþjóð og fengu Íslendingar eitt gull og eitt silfur. Gullhafinn er hreinræktaður Skagfirðingur búsettur syðra.
Hinn geysi efnilegi skylmingamaður heitir Hilmar Örn Jónsson sem er aðeins 15 ára. Foreldrar hans eru Jón Gunnar Valgarðsson og Helga Baldursdóttir. Hilmar Örn gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum aldursflokki og hlaut þar með gullið. Úrslitaleikurinn var geysi spennandi þar sem Hilmar keppti við Finnan Samuel Muir og ekki var sýnt hvor hefði betur fyrr en rétt í lokin en Hilmar sigraði 15:13.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.