Skagfirðingarnir Ellert og Sigvaldi komnir í átta liða úrslit í The Voice Ísland

Tveir Skagfirðingar, þeir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson, komust áfram í keppninni The VoiceÍsland á Skjá einum í fyrrakvöld. Þátturinn var sá fyrsti af þremur sem sýndir eru í beinni útsendingu og komust átta keppendur af sextán áfram á föstudagskvöldið. Ellert og Sigvaldi voru báðir valdir áfram með símakosningu.
„Ellert Heiðar Jóhannson heldur sínu striki í lagavali í The Voice, hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en í síðasta þætti söng hann Can´t Live If Livings is Without Yoou sem Mariah Carey gerði frægt á sínum tíma," segir í umfjöllun um þáttinn á Mbl.is. Myndband af flutningi Ellerts má sjá hér.
Sigvaldi var síðastur á svið af keppendunum sextán, en hann er í liði Sölku Sólar. Hann söng lagið Feeling Good með Michael Bublé. Hann fékk gríðargóðar viðtökur við sínum flutningi, en myndband má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.