Skagfirðingar með sælubros á vör eftir leik Stóla og KR
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
24.04.2015
kl. 11.53
Skagfirðingar svífa enn um á skýi eftir ógleymanlega viðureign Tindastóls við KR í öðrum leik úrslitarimmu Domino´s-deildarinnar í Síkinu, Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda, eins og segir í umfjöllun á Feyki.is frá því í gærkvöldi, en úrslit urðu 80-72.
Nú er staðan 1-1 í einvíginu og ljóst að við fáum annan leik á Króknum í næstu viku en fyrst fer þriðji leikurinn fram í DHL-höllinni næstkomandi sunnudag. Áfram Tindastóll!
Davíð Már Sigurðsson fangaði þá rafmögnuðu stemningu sem ríkti í Síkinu í gærkvöldi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.