Skagfirðingar á verðlaunapalli Bikarmóts IFBB
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.11.2015
kl. 10.05
Gunnar Stefán Pétursson varð bikarmeistari unglinga í vaxtarrækt og Elmar Eysteinsson var í þriðja sæti í fitnessi karla. Ljósm./fitness.is/Gyða Henningsdóttir
Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness fór fram um helgina. Um 90 keppendur kepptu á mótinu sem fór fram í Háskólabíói, þar á meðal voru tveir Skagfirðingar sem komust á verðlaunapall, þeir Gunnar Stefán Pétursson og Elmar Eysteinsson.
Keppt var í sex keppnisgreinum og varð Gunnar Stefán Pétursson frá Sauðárkróki bikarmeistari unglinga í vaxtarrækt. Gunnar er sonur Péturs Inga Björnssonar og Regínu Jónu Gunnarsdóttur.
Elmar Eysteinsson frá Laufhóli hafnaði í þriðja sæti í Fitness karla. Elmar er sonur Eysteins Steingrímssonar og Aldísar Guðrúnar Axelsdóttur.
Heimild: fitness.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.