Skagafjarðarrall um helgina
Bílaklúbbur Skagafjarðar heldur Skagafjarðarrallið í samstarfi við Kaffi Krók, KS og Vörumiðlun um helgina og verða keppendur ræstir frá Vörumiðlun laugardaginn 24. júli kl. 09.00 og verður þá ekið um Mælifellsdal.
Seinna um daginn verða eknar sérleiðir milli Ásgarðs og Bakka í Viðvíkursveit og rallinu lýkur með tveimur umferðum um Nafir fyrir ofan Sauðárkrók. Leiðin um Nafir liggur frá Steypustöðinni, um gamla veginn við Gönguskarðsá, upp í malarnámu og þaðan upp á Nafir. Flaggað verður út neðan við Golfskálann. Endamark verður við Vörumiðlun kl. 17:30. Verðlaunaafhending verður á Mælifelli kl. 21.00 og Rallýball á eftir með hljómsveitinni Spútnik.
Keppni í rallý skiptist í meginatriðum í tvo hluta, sérleiðir og ferjuleiðir. Það er á sérleiðum sem hin eiginlega keppni fer fram, þær eru lokaðar utanaðkomandi umferð á meðan á keppni stendur og þar reyna keppendur að aka sem hraðast, ná sem bestum tíma. Bílarnir eru ræstir inn á sérleiðirnar með einnar mínútu millibili og sigurvegarar þegar upp er staðið er sú áhöfn sem var fljótust að aka keppnina, þ.e. með minnstan samanlagðan tíma eftir allar sérleiðir. Sérleiðirnar eru hins vegar tengdar saman af ferjuleiðum. Ferjuleiðir eru eknar í almennri umferð og þar þurfa ökumenn að lúta öllum almennum umferðarreglum og því þurfa öll ökutæki í ralli að hafa staðist bifreiðaskoðun, auk sérstakrar öryggisskoðunar vegna keppninnar. Í hverjum bíl er tveggja manna áhöfn, ökumaður og aðstoðarökumaður. Einnig tilheyrir hverju keppnisliði þjónustulið sem sér um viðgerðir á bílnum á milli sérleiða.
Sérleiðir keppninnar | Fyrsti bíll | Lokun vegar | Opnun vegar | |
Mælifellsdalur I | 25 | 10:00 | 09:20 | 14:40 |
Mælifellsdalur II | 25 | 11:10 | 09:20 | 14:40 |
Mælifellsdalur III | 25 | 12:20 | 09:20 | 14:40 |
Mælifellsdalur IV | 25 | 13:30 | 09.20 | 14:40 |
Ásgarður – Bakki I | 5,3 | 15:05 | 14:30 | 16:20 |
Ásgarður – Bakki II | 5,3 | 15:35 | 14:30 | 16:20 |
Nafir I | 2,4 | 16:25 | 16:00 | 17:30 |
Nafir II | 2,4 | 17:00 | 16:00 | 17:30 |
Það er rétt að ítreka að á þeim tíma sem lokun sérleiðar varir er almenningi óheimilt að aka um leiðina og er skylt að hlýta fyrirmælum starfsmanna keppninnar þar um.
Að þessu sinni eru 17 áhafnir skráðar til leiks. Meðal keppenda er að finna gamla reynslubolta í bland við reynsluminni ökumenn, keppendur í harðri baráttu um stig í Íslandsmeistaramótinu jafnt sem aðra sem eru þarna til að skemmta sér og öðrum.
Rásröðin verður eftirfarandi:
Rás-nr. | # | Ökumaður: | Aðstoðarökumaður: | Bifreið: | Fl. |
1 | 1 | Jón Bjarni Hrólfsson | Borgar V Ólafsson | Subaru Impreza STI | N |
2 | 5 | Hilmar B. Þráinsson | Stefán Þór Jónsson | MMC Lancer Evo 5 | N |
3 | 9 | Pétur Sigurbjörn Pétursson | Björn Ragnarsson | MMC Lancer Evo VI | N |
4 | 11 | Marian Sigurðsson | Jón Þór Jónsson | MMC Lancer Evo 8 | N |
5 | 10 | Sigurður Bragi Guðmundsson | Ísak Guðjónsson | MMC Lancer Evo VII | X |
6 | 6 | Aðalsteinn Jóhannsson | Heimir Snær Jónsson | MMC Lancer Evo X | N |
7 | 4 | Fylkir Jónsson | Elvar Jónsson | Subaru Impreza | N |
8 | 8 | Hlöðver Baldursson | Baldur Arnar Hlöðversson | Toyota Corolla | eindrifs |
9 | 17 | Einar Sigurðsson | Símon Grétar Rúnarsson | Audi S2 | N |
10 | 20 | Sigurður Arnar Pálsson | Brynjar Sverrir Guðmundsson | Toyota Celica GT 4 | N |
11 | 21 | Henning Ólafsson | Árni Gunnlaugsson | Toyota Corolla | eindrifs |
12 | 14 | Kristján Gunnarsson | Halldór Vilberg Ómarsson | Peugeot 306 s16 | eindrifs |
13 | 30 | Baldur Haraldsson | Guðrún Hildur Magnúsdóttir | Subaru Impreza 2.0 4x4 | Non turbo |
14 | 23 | Baldur Jezorski Franzson | Elías Ilja Karevsky | Grand Cherokee | J |
15 | 13 | Sighvatur Sigurðsson | Andrés F. Gíslason | MMC Pajero | J |
16 | 22 | Kristinn V Sveinsson | Brimrún Björgólfsdóttir | Jeep Grand Cherokee | J |
17 | 32 | Þórður Guðni Ingvason | Guðmundur Steinar Lúðvíksson | Toyota Hilux | J |
Frekari upplýsingar um keppnina veitir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, keppnisstjóri, í síma 862-5771.
Keppnisstjórn mun einnig leitast við að senda frá sér uppfærðar upplýsingar um stöðu og aðrar athyglisverðar fréttir eftir því sem keppninni vindur fram. Ennfremur verða tímar og helstu upplýsingar aðgengilegar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.