Skagabyggð hlaut styrk vegna Verndun Kálfshamarsvíkur

Ferðamenn í Kálfshamarsvík. MYND: ÓAB
Ferðamenn í Kálfshamarsvík. MYND: ÓAB

Skagabyggð hlaut fyrir helgi styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 3.600.000 kr. vegna verkefnisins Verndun Kálfshamarsvíkur sem miðar að því að hreinsa í burtu núverandi girðingar á deiliskipulagssvæðinu og girða svæðið af upp á nýtt. Einnig á að hnitsetja og merkja um 3 km langa gönguleið og setja tréstíga yfir blautustu svæðin á þeirri leið.

Á heimasíðu Skagabyggðar segir að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi í apríl úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. „Alls bárust að þessu sinni 125 umsóknir um styrki, samtals að fjárhæð rúmlega 2,9 milljarðar kr., til verkefna að heildarfjárhæð rúmlega 4 milljarðar kr. Af innsendum umsóknum voru 31 ekki taldar uppfylla formkröfur sjóðsins eða falla utan verksviðs hans, skv. lögum nr. 75/2011. Að auki voru fjórar umsóknir dregnar til baka.

Í tilkynningunni segir að stjórn Framkvæmdasjóðsins hafi lagt til að alls 29 verkefni yrðu styrkt að þessu sinni, samtals að fjárhæð 538.700.000 kr. og féllst ráðherra á tillögur stjórnar og hefur Ferðamálastofu verið falið að ganga til samninga við styrkþega.

Í gærkvöldi sagði Feykir frá því að Skagaströnd hefði fengið rúmlega 41 milljón króna styrk vegna verkefnisins Spákonuhöfði: Aðgengi fyrir alla. Þetta voru þau tvö verkefni sem hlutu styrk á Norðurlandi vestra.

Lista yfir verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni má finna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir