Sjóvá Smábæjaleikarnir haldnir 15. og 16. júní á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.06.2024
kl. 09.59
Dagana 15. - 16. júní verða hinir árlegu Sjóvá Smábæjaleikar á Blönduósi. Er þetta í tuttugasta skipti sem þetta mót er haldið en á því er keppt í knattspyrnu í 8., 7., 6. og 5. flokki bæði drengja- og stúlknaflokkum. Mikil stemmning er á þessu móti og hefst keppnin á laugardagsmorgninum og stendur yfir fram á miðjan sunnudag. Íbúar í Húnabyggð og í nærliggjandi bæjarfélögum eru hvattir til að kíkja á ungu kynslóðina spreyta sig með boltann og er ekki spurning að þarna verða á ferðinni upprennandi fótboltastjörnur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.