Sjötta umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga var í vikunni

Sigurvegari kvöldsins, Viktor Kári Valdimarsson. Myndir aðsendar
Sigurvegari kvöldsins, Viktor Kári Valdimarsson. Myndir aðsendar

Vetrarmótaröðin hjá Pílufélagi Hvammstanga var haldið í sjötta sinn í vikunni og var spilaður svokallaður 301 DIDO leikur. Sigurvegarinn í þetta sinn var Viktor Kári en hann fór á móti Kristjáni um efsta sætið en í þriðja sæti var Patrekur Óli.

Mótaröðin fer þannig fram að spilaðar eru átta umferðir + úrslitakeppni þar sem keppendur safna stigum úr hverju móti fyrir sig. Spilað er 501 DIDO Í 1. 4., 5. og 8. umferð, 301 DIDO í 2. og 6. umferð og svo KRIKKET í 3. og 7. umferð. Eftir átta umferðir eru svo tekin sex bestu skorin á mótin hjá hverjum og einum og svo er spilað 501 DIDO í úrslitamótinu sem gefur tvöföld stig. 

Sigurvegarar í mótaröðunum á undan þessu voru þau að Kristján Ársælsson var sigurvegari á fyrsta mótinu. Í öðru mótinu vann Guðmundur Brynjar Guðmundsson. Í þriðja mótinu var það Már Hermannsson sem sigraði. Kristján Ársælsson vann svo fjórða mótið. Þá tók Guðmundur Brynjar Guðmundsson sinn annan sigur í fimmta mótinu og eins og fyrr sagði var það Viktor Kári Valdimarsson sem vann sjötta mótið. 

Staðan á mótinu er mjög jöfn en í fyrstu þremur sætunum eftir sex mót er þau að Viktor Kári situr í fyrsta sæti með 51 stig, Guðmundur Brynjar er í öðru sætir með 50 stig og Már Hermannsson er í því þriðja með 48 stig. Eins og sést þá er lítill munur á topp þrem sætunum og má því ekki mikið út af bera en næsta mót verður haldið fimmtudaginn 7. desember. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir