Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu á Króknum

Sjálfstæðisflokkurinn opnar í kvöld kosningaskrifstofu við Kaupangstorg á Sauðárkróki, hægra megin við kosningaskrifstofu Vinstri grænna ef ekið er niður Kristjánsklaufina.

Frambjóðendurnir Ásbjörn Óttarsson og Birna Lárusdóttir verða við opnunina kl. 20 og er fólk hvatt til að koma og hitta frambjóðendurna og eiga saman notalegt kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir