Sjálfboðaliðar víða að úr heiminum undirbúa Grettishátíð
Nú er verið að undirbúa Grettishátíð, og eru margir sem leggja undirbúningi lið. Tíu sjálfboðaliðar frá samtökunum SEEDS eru að smíða, snyrta umhverfið, sauma víkingabúninga, skera út og gera margt annað.
Sjálfboðaliðarnir koma frá Japan, Kóreu, Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum.
Einnig er mætt á svæðið Kolbrún Gunnarsdóttir nemi í Þjóðfræðum frá Háskóla Íslands, en hún hannar smiðjur fyrir börn, þar sem þau geta fengið skemmtilega og virka fræðslu um sögualdatímabilið. Smiðjurnar munu fjalla um hversdagslegt líf víkinga og er gert ráð fyrir að börnin geta búið til eitt og annað að hætti víkinga.
Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá að ýmislegt þarf að gera áður en hátíðin hefst. Það þarf að slá tjaldstæðin og sjálfboðaliðar framkvæma ýmis störf sem tengjast undirbúnings Grettishátíðar sem verður haldin núna um helgina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.