Sigurjón Þórðarson sækist eftir 2. sæti Frjálslynda í Nv kjördæmi

 

Sigurjón Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið hjá Frjálslynda flokknum í Norðvestur kjördæmi. Eftir síðustu kosningar vermdi Kristinn H Gunnarsson það sæti en eins og frægt er orðið er hann kominn í Framsóknarflokkinn á ný.

Sigurjón sem býr á Sauðárkróki  reyndi fyrir sér í Norðaustur kjördæmi fyrir síðustu kosningar en komst ekki á þing. Kjörtímabilið þar áður sat hann á þingi fyrir Frjálslynda í NV kjördæmi. Sigurjón er lífræðingur að mennt og starfandi heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu hans má einnig finna að hann getur skartað titlunum sundkappi Skagafjarðar, formaður UMSS og að vera Hegranesgoði Ásatrúarmanna,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir