Sigurjón hreppti annað sætið

Sigurjón Þórðarson frambjóððandi Frjálslyndaflokksins hreppti annað sætið í prófkjöri flokksins í Norðvestur kjördæmi en talningu atkvæða er nýlokið.  

-Þessi úrslit eru eins og að var stefnt, segir Sigurjón. –Nú hefst barátta að opna fyrir  nýliðun í sjávarútvegi og gera sjávarplássin á borð við Hofsós, Skagaströnd, Hvammstanga, Sauðárkrók o.fl. staði að þeim mótor sem þarf til að rífa þjóðina út úr þeim hremmingum sem hún er í. Ég er bjartsýnn á gott gengi, segir ánægður Sigurjón.

Guðjón Arnar Kristjánsson varð í fyrsta sæti, Ragnheiður Ólafsdóttir í þriðja og Magnús Þór Hafsteinsson endaði í því fjórða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir