Sigurður Pétur Stefánsson genginn til liðs við Kormák/Hvöt

Mynd tekin af Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks Hvatar
Mynd tekin af Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks Hvatar
Hinn spræki miðjumaður, Sigurður Pétur Stefánsson, er genginn til liðs við Kormák/Hvöt frá Tindastól. Heimkoma Sigurðar er aðdáendum Kormáks/Hvatar vítt og breitt um landið mikið fagnaðarefni og bætist hann við ört stækkandi hóp heimamanna. Siggi hefur alla burði til að verða lykilmaður á miðjunni í sumar og hjálpa Kormáki/Hvöt að ná markmiðum sínum í 2. deildinni. Frá því að hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Kormák/Hvöt á 15. aldursári, árið 2018, hefur hann safnað í sarpinn 88 leikjum í meistaraflokksbolta, flesta þeirra með Tindastól, en þar var hann meðal annars valinn leikmaður ársins í fyrra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir