Sigtryggur og Þórir í landsliðshópnum
Á heimasíðu KKÍ segir að landslið karla hefur verið kallað saman til æfinga og undirbúnings en framundan eru tveir landsleikir í nýrri undankeppni EM, EuroBasket 2025, sem hefst í næstu viku. Landsliðsglugginn stendur yfir dagana 19.-26. febrúar og leikur Ísland sinn fyrri leik í Laugardalshöllinni gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19:30 og þann síðari í Istanbúl gegn Tyrklandi sunnudaginn 25. febrúar kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 að staðartíma ytra). RÚV mun sýna báða leikina beint.
Ísland er í B-riðli með Tyrklandi, Ítalíu og Ungverjalandi og fara þrjú efstu liðin áfram á lokamót EM haustið 2025 sem haldið verður í fjórum löndum, í Finnlandi, Lettlandi, Póllandi og á Kýpur. Úrslitin fara svo fram í Póllandi.
Nafn · Lið · Landsleikir
Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 68
Hilmar Smári Henningsson · Eisbären Bremerhaven, Þýskalandi · 14
Hjálmar Stefánsson · Valur · 21
Jón Axel Guðmundsson · CB Lucentum Alicante · 30
Kristinn Pálsson · Valur · 31
Kristófer Acox · Valur · 51
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland · 73
Orri Gunnarsson · OCS Swans Gmunden, Austurríki · 5
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 65
Sigurður Pétursson · Keflavík · 2
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 33
Styrmir Snær Þrastarson · Belfius Mons-Hainaut, Belgíu · 14
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 63
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Tindastóll · 27
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 85
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij.
Miðasala:
Stendur yfir á leikinn hér heima Ísland-Ungverjaland og stefnir í fullt hús - Örfáir miðar eftir í sölu:
stubb.is/events/oOYDJn
Heimasíða keppninnar:
Allar nánari upplýsingar um leiki, riðla og úrslit:
www.fiba.basketball/eurobasket/2025/qualifiers
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.