Siglinganámskeið - Myndir

Í sumar verða haldin tvö siglinganámskeið á vegum Siglingaklúbbs Drangeyjar, í gengum sumartím. Fyrra námskeiðið hófst síðastliðinn mánudag og verður fram á föstudag, seinna námskeiðið hefst nk. mánudag. Á fyrra námskeiðinu eru 15 krakkar á aldrinum 10 – 12 ára og í seinni hópnum verða 14 krakkar.

,,Ef við finnum fyrir aukinni eftirspurn þá er planið að halda annað námskeið í ágúst.” Segir Ísak Atli Finnbogason.

Á námskeiðinu læra krakkarnir að sigla allskyns bátum, m.a. optimist, topper topaz, kajak, kano og fleira. Þau læra einnig að umgangast sjóinn.

Siglingaklúbburinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og hefur hann stækkað ört síðan. ,,Þetta ár er mjög gott fyrir klúbbinn, loksins hófust framkvæmdir við smábátahöfnina og þá létum við færa klúbbinn á endanlega staðsetningu. Það var töluvert erfitt að koma sér almennilega fyrir vitandi að það ætti eftir að færa klúbbinn og róta til á öllu svæðinu. Vegna framkvæmda erum við vatnslaus núna en í ágúst munu við fá bæði heitt og kalt vatn. Við höfum aldrei fengið heitt vatn í húsið þannig að það verður algjör snilld. Nauðsynlegt að komast í heita sturtu eftir sjóbrasið. Við erum alltaf að leita af nýju fólki í klúbbinn og erum meira en til í að koma með ykkur að sigla ef áhugi er fyrir,” segir Ísak Atli.

Siglingaklúbburinn Drangey er með grúppu/hóp á Facebook þar sem hægt er að nálgast siglingatímasetningar og aðrar upplýsingar.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir