Síðasta Grunnskólamótið
Þriðja og síðasta grunnskólamótið í hestaíþróttum verður haldið í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi laugardaginn 18. apríl n.k.
Keppnin hefst kl:14:00 og þá kemur í ljós hvaða skóli mun fara heim með
stórglæsilegan farandbikar en eftir tvær keppnir leiðir Varmahlíðarskóli keppnina.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
1. - 3. bekkur: Fegurðarreið
4. - 7. bekkur : Tölt. Þrígangur . Smali.
8. - 10. bekkur: Tölt . Fjórgangur . Smali . Skeið.
Í smalanum hefur verið bætt við gulu spjaldi ef knapi sýnir ekki fallega reiðmennsku.
Staðan eftir tvö mót er þannig að í:
1 sæti Varmahlíðarskóli 125 stig
2 sæti Grsk, Húnaþings vestra 104 stig
3 sæti Húnavallaskóli 92 stig
4 sæti Árskóli 81,5 stig
5 sæti Grsk, Blönduósi 43,5 stig
6 sæti Grsk, Siglufjarðar 13 stig
7 sæti Grsk, Austan vatna 11 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.