Sextán luku íslenskunámi á Hvammstanga

Myndin er tekin við útskrift íslenskunema á Hvammstanga 12. apríl sl. Mynd: Norðanátt.is.
Myndin er tekin við útskrift íslenskunema á Hvammstanga 12. apríl sl. Mynd: Norðanátt.is.

Nú á vorönn hefur Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra staðið fyrir tveimur íslenskunámskeiðum á Hvammstanga. Annað námskeiðið var fyrir byrjendur,, íslenska fyrir útlendinga 1, þar sem sex nemendur stunduðu nám. Hitt var fyrir lengra komna, íslenska fyrir útlendinga 3, þar sem tíu nemendur luku námi.

Námskeiðin voru alls 60 kennslustundir. Byrjendanámskeiðið hófst 27. janúar og lauk 6. apríl. Framhaldsnámskeiðið hófst 28. janúar og lauk 12. apríl s.l. Kennari á námskeiðunum var Sigrún Þórisdóttir.

Þátttakendur á námskeiðunum eru frá hinum ýmsu löndum, s.s. Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Danmörku, Póllandi, Svíþjóð, Tékklandi og Þýskalandi. Á vefnum Norðanátt.is er haft eftir Jóhanni Ingólfssyni, verkefnastjóra hjá Farskólanum, að mikill áhugi sé hjá þátttakendum að halda áfram í íslenskunámi á haustönn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir