Sérvalda tréð týndist svo fella varð annað
Nemendur 4. bekkjar Varmahlíðarskóla fóru í árlega vettvangsferð í síðustu viku til að fella og sækja jólatré í Reykjarhólsskóg. Í frétt á vef skólans segir að þessi hefð sé afar notaleg og ævintýri í hvert sinn. Búið var að undirbúa leiðangurinn en svo fór að tréð sem átti upphaflega að sækja fannst ekki aftur, snjókoma næturinnar hafði breytt ásýnd skógarins og þrátt fyrir talsverða leit fannst það ekki.
„Því þurfti að leita að öðru tré og vakti þetta ansi mikla kátínu. Þegar tréð var fundið hófust nemendur handa við að saga og fella tréð. Vaskir og kraftmiklir krakkar voru nú ekki lengi að því. Þau voru heldur ekki lengi að taka tréð á milli sín og tölta saman syngjandi kát með fenginn niður á skólalóð,“ segir svo í fréttinni.
Nánari frásögn og fleiri myndir má finna hér á heimasíðu Varmahlíðarskóla >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.