Sauðárkrókshrossin - ráðstefna á laugardaginn

Feðgarnir Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Sveinsson

Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, laugardaginn 21. mars 2009. Á ráðstefnunni verða flutt fróðleg erindi um Sauðárkróksræktunina, áhrif hennar á íslenska hrossastofninn og brautryðjandann Svein Guðmundsson. Ráðstefnan fer fram í Frímúrarahúsinu, Borgarmýri 1 á Sauðárkróki og hefst kl. 13.00. Fundarstjóri verður Víkingur Gunnarsson deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum.

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá:

13.00 Setning

13.15 Guðlaugur Antonsson: Sauðárkrókshrossin í 70 ár

14.00 Bjarni Þorkelsson: Kostir og gallar Sauðárkrókshrossa - átök ræktanda og ráðunautar

14.30 Ágúst Sigurðsson: Áhrifamiklir einstaklingar úr Sauðárkróksræktuninni. Tölfræðileg greining á helstu ættfeðrum

15.00 Kaffi

15.30 Ingimar Ingimarsson: Ræktandinn og hestamaðurinn Sveinn Guðmundsson

16.00 Guðmundur Sveinsson: Bústang hversdagsins

16.30 Umræður

17.00 Veitingar

 

Allir eru velkomnir. Skráning þátttöku er sogusetur@sogusetur eða í síma 455 6345, 896 2339.

AÐGANGUR ÓKEYPIS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir