Safnljóð Gísla Þórs komin út

Gísli Þór með nýútkomna  bók sína Safnljóð. Mynd PF.
Gísli Þór með nýútkomna bók sína Safnljóð. Mynd PF.

Út er komin ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Safnljóð 2006-2016, en um er að ræða úrval ljóða úr þeim fimm ljóðabókum sem áður hafa komið út frá sama höfundi. Bækurnar spanna tímabilið frá árinu 2006 til 2010. Einnig er að finna texta við lög Gísla af fjórum plötum sem hann hefur gefið út á árunum 2012 -2016.
Gísli segir að viss léttleiki hafi verið yfir vali ljóðanna í bókina, en valið þó ekki þematengt. Aðallega sé verið að halda uppá tíu ára útgáfuafmæli.
Bókin er alls 80 síður. Kápumyndin er teikning eftir bróður Gísla, Óla Þór Ólafsson, og var upprunalega á Aðbókinni, 2. ljóðabók Gísla Þórs.
Enn er hægt að styrkja útgáfu Safnljóða á Karolina Fund en hún stendur opin til 20. desember á þessari slóð https://www.karolinafund.com/project/pledge/1567/15

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir