Safnað fyrir ómtæki með kótilettukvöldi

Hin íslenska kótiletta verður í öndvegi á fjáröflunarsamkomu á Hvammstanga.
Hin íslenska kótiletta verður í öndvegi á fjáröflunarsamkomu á Hvammstanga.

Söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 5. mars 2016. Um er að ræða kótilettukvöld með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.

Veislustjórar eru Guðni Ágústsson og Magnús Magnússon. Aðrir sem fram koma eru Elinborg Sigurgeirsdóttir sem flytur dinnermúsík, Karlakórinn Lóuþrælar, Lillukórinn undir stjórn Sigurðar Helga Oddssonar, Leikflokkurinn á Hvammstanga, flutt verður atriði úr söngleiknum Superstar, hljómsveit Geirs Karlssonar og kirkjukór.

Að auki verður uppboð á ýmsum listaverkum, handverki og gjafabréfum. Á matseðlinum eru kótilettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti. Einnig verður til sölu gos, bjór og léttvín á barnum.

Allt hráefni, vinna við undirbúning og framkvæmd, húsnæði, skemmtiatriði og annað ótalið er framlag fyrirtækja, félaga og einstaklinga til góðs málefnis. Framkvæmdaraðilar eru Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við Karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Kvenfélagið Björk og fleiri. Vilja þeir færa alúðarþakkir til allra sem lagt hafa hönd á plóg.

Miðasala og miðapantanir eru hjá Póstinum á Hvammstanga sími 451 2300. Miðasala hefst fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 12. Miðaverð er 5.000 krónur, aðeins 300 miðar í boði. Aldurstakmark er 18 ár. Tökum verður á móti bæði reiðufé og kortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir