Safnað fyrir íþróttamyndavél

Safnað fyrir sambærilegri myndavél.
Safnað fyrir sambærilegri myndavél.

Á huni.is segir að nokkrir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Kormáks/Hvatar hafa mikinn áhuga á því að liðið eignist svokallaða „Sports camera“ og hafa því efnt til söfnunar. Myndavélar þessar eru þeim eiginleikum gæddar að elta boltann sjálfkrafa og ná öllum vellinum í einu. Þeim er komið fyrir á þrífæti sem getur náð upp í sjö metra hæð og hægt er að stilla á upptöku í gegnum síma, og svo sér tæknin um rest. Að leik loknum er honum hlaðið niður og með aðstoð forrits er hægt að draga út og skoða hin ýmsu atriði og nýtist vélin þannig í faglegt starf þjálfara.

Auk þess kemur myndavél sem þessi að miklu gagni við að hjálpa leikmönnum að þróast og bæta sig sem knattspyrnumenn. Hugmyndin er að safna fyrir myndavél og þrífæti og er heildarkostnaður á bilinu 500 og 600 þúsund krónur.

Tekið er við frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Takmarkið er að söfnun verði lokið fyrir 1. maí næstkomandi.

Millifæra má inná reikning Kormáks Hvatar: 0133-26-014664 – kt. 621220-0470

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir