Safnað fyrir 5 ára flogaveikan dreng á Sauðárkróki

Frá Sauðárkróki. Mynd: BÞ
Frá Sauðárkróki. Mynd: BÞ

Ungur drengur á Sauðárkróki, Ívar Elí Sigurjónsson, hefur í nærri tvö ár barist við flogaveiki. Köst hans hafa náð tveimur tugum á dag þegar verst lætur. Nú er svo komið að íslenskir læknar eru ráðalausir og ákveðið hefur verið að senda hann til Boston í maí til rannsóknar og síðar aðgerðar.

Vinir foreldra hans, þeirra Sigurjóns og Steinunnar Daníellu, hafa ákveðið að hrinda af stað söfnum til að styrkja fjölskylduna og létta þeim lífið. Þeir sem vilja leggja lið geta millifært inn á eftirfarandi reikning þeirra: banki 310-13-133429, kennitala 280176-5249.

„Í janúar sl. var þessi ungi drengur 5 ára og hlutskipti hans í lífinu hefur verið frekar dapurlegt þennan tíma, ásamt mjög mikilli lyfjagjöf.

Eins og gerist og gengur þá er dagamunur á ástandinu en þennan tíma hefur heimili hans verið undirlagt af veikindum þessum.

Þetta er mjög kostnaðarsamt fyrir foreldra hans og hafa þau orðið fyrir miklu vinnutapi og nóg hefur hoggið í fjármál þeirra nú þegar.

Nú viljum við nokkrir vinir þeirra leita til samborgaranna, fyrirtækja og stofnana, um hvort við getum ekki styrkt þau og þennan unga dreng til þessarar ferðar. Ljóst er að kostnaður mun hlaupa á tugum þúsunda hvor ferð,“ segir m.a. auglýsingu sem nánir vinir foreldranna birta í Sjónhorninu sem út kom í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir