Sá sem á klósettpappír er ríkur maður. Pjetur Torberg skrifar
Við vorum í Svíþjóð á fimmtudag að losa járn, Halmstad. Kokkurinn hafði pantað kost og hreinlætisvörur hjá höndlaranum en vegna misskilnings hafði höndlarinn komið of seint niður á kaja með vörurnar. Við vorum farnir úr höfn og höfðum ekki tíma til að bíða.
Þegar út á sjó var komið fann ég út að einungis 3 klósettrúllur voru eftir i geymslunni og var ég fljótur að taka þær og þar með tryggja mínar þarfir. Við erum 8 áhafnarmeðlimir um borð, á laugardags morgun kláruðust servíetturnar um borð. Það finnast engin dagblöð lengur og ekki var það heldur til að bæta ástandið í morgun þegar kokkurinn hafði baunir og flesk i morgunverð.
Menn eru farnir að nota sturtuklefann mjög mikið, oft á dag. Það er étið minna nú og flestir hálf fúlir, nema ég.
Við verðum í landi annað kvöld, þ.e.a.s. mánudagskvöld í Þrándheimi. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan ( fyrir mína hönd) upplifa skemmtilegri páska.
Gleðilega Páska
Pjetur Torberg Gudmundsson
Yfirstýrimaður
Ms Rana Express
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.