Sá sem á klósettpappír er ríkur maður. Pjetur Torberg skrifar

Pjetur Torberg Guðmundsson

Það er svo skrítið hve háð við erum orðin ýmsum nauðsynjavörum og hvað mörg vandamál skapast ef okkur vantar eitthvað sem við álítum sjálfsagðan hlut. Klósettpappírinn er gott dæmi um það.

 

 

 

 

 

Við vorum í Svíþjóð á fimmtudag að losa járn, Halmstad. Kokkurinn hafði pantað kost og hreinlætisvörur hjá höndlaranum en vegna misskilnings hafði höndlarinn komið of seint niður á kaja með vörurnar. Við vorum farnir úr höfn og höfðum ekki tíma til að bíða.

Þegar út á sjó var komið fann ég út að einungis 3 klósettrúllur voru eftir i geymslunni og var ég fljótur að taka þær og þar með tryggja mínar þarfir. Við erum 8 áhafnarmeðlimir um borð, á laugardags morgun kláruðust servíetturnar um borð. Það finnast engin dagblöð lengur og ekki var það heldur til að bæta ástandið í morgun þegar kokkurinn hafði baunir og flesk i morgunverð.

Menn eru farnir að nota sturtuklefann mjög mikið, oft á dag. Það er étið minna nú og flestir hálf fúlir, nema ég.

Við verðum í landi annað kvöld, þ.e.a.s. mánudagskvöld í Þrándheimi. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan ( fyrir mína hönd) upplifa skemmtilegri páska.

 

Gleðilega Páska

 

Pjetur Torberg Gudmundsson

Yfirstýrimaður

Ms Rana Express

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir