Rótarýmenn bjóða á jólahlaðborð
Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks munu nk. laugardag bjóða til Jólahlaðborðs í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í þriðja sinn sem ráðist er í þetta verkefni sem hefur notið mikilla vinsælda og vakið athygli víða um land og erlendis.
Jólahlaðborðið hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Á boðstólnum verður m.a. rækjuforréttur og síðan hangikjöt, svínakjöt ásamt meðlæti og drykkjum. Einnig verður boðið upp á laufabrauð, rúgbrauð og síld svo eitthvað sé nefnt. Á meðan gestir njóta matarins verða nokkur tónlistaratriði.
Eins og undanfarin ár er þetta allt ókeypis en ef einhverjir vilja leggja góðu málefni lið þá verður söfnunarkassi á staðnum þar sem hægt verður að láta eitthvað að hendi rakna. Rótarýfélagar vona að sem flestir láti sjá sig og njóti góðrar stundar.
Rótarýfélagar vona að sem flestir láti sjá sig og njóti góðrar stundar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.