Roklandsmenn skoða aðstæður
feykir.is
Skagafjörður
30.03.2009
kl. 08.52
Glöggir Skagfirðingar hafa tekið eftir því að í bænum er statt tökulið frá Pegasus ásamt stórleikaranum Ólafi Darra. Er verið að taka út aðstæður fyrir kvikmyndina Rokland sem tekin verður upp á Sauðárkróki í ágúst og september á þessu ári.
Er blaðamaður hitti á hópinn lá beinast við að spyrja hvort Herra hundfúll fengi hlutverk í myndinni. -Herra hvað?, var svarið og forviða blaðamaður spurði hvort hópurinn hefði ekki lesið bókina. Spurningin uppskar hlátur. -Ha, nei við lásum bara handritið, var síðan svarað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.