Ríkisstjórnin fundar í Gránu

Nokkrir ráðherrar mættir við ríkisstjornarborðið í Háa sal Gránu. MYNDIR: ÓAB
Nokkrir ráðherrar mættir við ríkisstjornarborðið í Háa sal Gránu. MYNDIR: ÓAB

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki í dag. Ríkisstjórnin mun auk þess funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Áður en að ríkisstjórnarfundi kom var undirritaður samningur á milli Eims, SSNV, SSNE, Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og umhverfis-, orku og loftslagsráðherra en nánar verður sagt frá samningnum síðar.

Ekki var annað að sjá í Gránu en að vel lægi á þeim sem sóttu Gránu heim, góð stemning og mikið skrafað og pælt. Auk ráðherra voru fulltrúar þeirra sem komu að samningnum viðstaddir og sveitarstjórnarfólk af Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir