Rífandi gangur er í undirbúningi fyrir Króksblótið

Þorrablótsnefndin á fullu.
Þorrablótsnefndin á fullu.

Þorrablótsnefndin sem hefur hist í allmörg skipti er ánægð með stöðuna og er skipulag á lokastigi fyrir Króksblótið þann 6. febrúar. Þetta er í sjöunda skiptið sem blótið er haldið og er fólk almennt ánægt með fyrirkomulagið en það felur í sér að nýir aðilar sjá um framkvæmdina ár hvert. Árgangur 1957 stóð að því fyrsta og nú kemur það í hlut árgangs 1963 að halda blótið.

Þetta árið mun Hljómsveit Matta Matt spila ásamt Magna og Ellerti Jóhanns. Veislustjóri verður Saga Garðarsdóttir en önnur skemmtiatriði eru í höndum árgangs 63.

/Fréttatilkinning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir