Reynir Snær gítarleikari á heiðurstónleikum Prince í Eldborg

Króksarinn Reynir Snær verður gítarleikari á heiðurstónleikum Prince i Hörpu í næstu viku.
Króksarinn Reynir Snær verður gítarleikari á heiðurstónleikum Prince i Hörpu í næstu viku.

Heiðurtónleikar Prince verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu um aðra helgi, laugardaginn 21. maí. Hljómsveitin sem þar kemur fram ásamt söngvaranum Seth Sharp er m.a. skipuð ungum gítarleikara frá Sauðárkróki, Reyni Snæ Magnússyni.

Feykir sló á þráðinn til Reynis, þegar hann átti stund milli stríða. Það er í nógu að snúast hjá honum við æfingar fyrir miðpróf í gítarleik við Tónlistarskóla Garðabæjar, milli þess sem hann starfar í sem stuðningsfulltrúi á starfsbraut í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og æfir sig fyrir tónleikana. Rætt er við Reyni um tónleikana í Feykisblaði vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir