Reynir Bjarkan Róbertsson valinn í U20 hópinn

Reynir Bjarkan. Mynd: Davíð Már
Reynir Bjarkan. Mynd: Davíð Már

Körfuknattleikssamband Íslands birti fyrr í vikunni lokahóp undir 20 ára karla sem tekur þátt í NM í Södertalje í Svíþjóð seinna í þessum mánuði og má þar sjá kunnuglegt nafn. Í þessum hópi er nefnilega Skagfirðingurinn Reynir Bjarkan Róbertsson, sonur Selmu Barðdal og Róberts Óttarssonar.

Reynir spilað með Þór Akureyri í 1. deildinni og átti stóran þátt í gengi liðsins þar sem þeir enduðu í 5. sæti og komu sér í fjögurra liða úrslit þar sem þeir mættu ÍR en töpuðu, því miður, því einvígi. Þess má geta að Reynir er virkilega flottur og efnilegur leikmaður sem fékk m.a. viðurkenninguna Efnilegasti leikmaður Þórs á uppskeruhátið félagsins sem haldin var í lok maí. Feykir tók viðtal við Reynir sem birtist þann 23. maí og má skoða hér.

Til hamingju með þetta Reynir og gangi ykkur vel í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir