Rekstur SAH Afurða verði í járnum
Rekstrarárið 2008 var SAH Afurðum ehf. þungt í skauti. Rekstur félagsins gekk þó, nokkuð í takt við áætlanir og hagnaður fyrir fjármagnsliði var í takt við áætlanir. Fjármagnskostnaður varð þó gríðarmikill.
Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdastjóra SAH Afurða á Blönduósi fyrir árið 2008 á heimasíðu fyrirtækisins. Þar kemur fram að sú ákvörðun að færa hluta afurðalána í erlenda mynt hafi reynst fyrirtækinu dýr þegar bankarnir hrundu en einnig er bent á að ef gengi krónunnar styrkist, mun koma til gengishagnaður á móti, þannig að ekki er fullreynt að tap félagsins verði eins mikið og tölur segja til um núna. Rekstraráætlun ársins 2009, gerir þó ráð fyrir því að rekstur félagsins verði í járnum en væntingar stjórnenda um hallalausan rekstur eru raunsæar.
Rekstur félagsins gekk að öðru leiti með hefðbundnu sniði. Aukning varð í slátrun hrossa, folalda, nautgripa og sauðfjár og skilaverði til bænda voru fyllilega samkeppnishæf við aðra sláturleyfishafa.
Skýrsluna má sjá í heild HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.