Rannsóknadeild Selasetursins opnuð formlega

Miðvikudaginn 22. apríl næst komandi kl. 14:00, verður rannsóknadeild Selaseturs Íslands opnuð formlega. Við það tækifæri verður alþjóðlega samstarfsverkefnið The Wild North, sem setrið er í forsvari fyrir, kynnt áhugasömum. Gestir opnunarinnar eru m.a. ferðamálastjóri og þingmenn.

Starfsmenn hinnar nýju rannsóknadeildar eru tveir; Sandra M. Granquist sem starfar á selarannsóknasviði og Per Åke Nilsson sem starfar á sviði náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Sandra er starfsmaður Veiðimálastofnunar en Per Åke starfsmaður Hólaskóla. Er opnun deildarinnar fyrsti áfangi í uppbyggingu öflugs þekkingar- og rannsóknarseturs á Hvammstanga.

 

Allir eru velkomnir á opnunina sem haldin verður  milli klukkan 15 - 16:00 en áður verða sérstakir boðsgestir boðnir klukkan 14.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir