Rafmagnslaust frá Vestfjörðum til Húsavíkur

Rafmagnslaust varð allt frá Vestfjörðum til Húsavíkur um hádegisbilið. Óhappið má rekja til Norðuráls en svo virðist sem óhapp þar hafi aukið þannig álagið á rafkerfi Landsnets að rafmagnið sló út óvenju víða. 

„Það kemur högg á kerfið,“ útskýrir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets fyrir ruv.is. Rafmagn fór af á næstum öllu svæðinu frá Vestfjörðum til Húsavíkur.

„Það fór svo dálítill tími í að greina truflunina en við höfum nú yfirsýn og erum byrjuð að byggja upp kerfið á ný,“ segir Steinunn sem er vongóð um að rafmagn verði komið á víðast hvar innan stundar.

„Rafmagn er að detta inn á einum og einum stað, og ég vona að það sé ekki um langt að bíða þar til það verður komið á víðast hvar,“ segir Steinunn í samtali við ruv.is. Rafmagnið er komið á skrifstofu Feykis á Sauðárkróki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir