Rafmagnað andrúmsloft á fyrsta fundi sveitastjórnar

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingu, sendi í morgun aðsenda grein á Feyki þar sem hún harmar að meirihlutinn hafi ekki stutt tillögu minnihluta þess efnis að þeim flokkum sem ekki hafa fengið kjörna fulltrúa í fastanefndir fengju að skipa áheyrnarfulltrúa í viðkomandi nefnd með málfrelsi og tillögurétt.

Segir Gréta Sjöfn að meirihluti Framsóknar og Vinstri grænna, hafi ekki verið þessu ekki sammála og lagt fram breytingartillögu þess efnis að einn áheyrnarfulltrúi yrði í nefndum og minnihlutinn skipti nefndum á milli sín. -Þetta kom mér í opna skjöldu þar sem forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson VG, hafði haft samband fyrir helgi og sagt að meirihlutinn samþykkti áheyrnarfulltrúa allra flokka í nefndir, segir Gréta í grein sinni. -Ekki góð byrjun á því að eiga gott samstarf við fulltrúa annarra flokka í sveitarstjórn þykir mér, enda var loftið rafmagnað á þessum fyrsta fundi og ekki góð byrjun á vinnu sveitarstjórnar og ekki góð byrjun á því að viðhalda þeim lýðræðislegu vinnubrögðum  sem við höfðum blessunarlega haft vit á að tileinka okkur í síðustu sveitarstjórn, segir Gréta einnig.

Grein Grétu Sjafnar má lesa í heild undir aðsendum greinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir