Rabbabarabökur úr ýmsum áttum

Við höldum áfram með rabbabaraþema vikunnar en í dag bjóðum við upp á uppskriftir af alls kyns rabbabarabökum. Nú er bara að skella sér út í garð, taka upp nokkra leggi og baka eina góða.

 
Syndsamlega góð

Fylling: 400 gr. rabbabari, 1/2 dl. hveiti,  2 egg, 2 1/2 dl sykur

Ofaná fyllinguna: 1 3/4 dl hveiti, 1 1/2 púðursykur, 50 gr. smjör

Þvoið rabbabarann og skerið hann niður. Blandið saman rabbabara ogg 1/2 dl af hveiti, sykri og eggjum. Setjið í smurt eldfast mót.

Myljið saman púðursykur, hveiti og smjör og dreifið yfir rabbabarafyllinguna. Bakið í u.þ.b. 45 mín við 200°C. Borið fram volgt með ís eða rjóma.

Rabbarbarapæ með súkkulaði

200 gr. mjúkt smjörlíki

200 gr. sykur

200 gr. hveiti.

100 gr. suðusúkkulaði, saxað.

Rabbarbari.

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í form og þekið með niðurskornum rabbarbara.
Setjið afganginn af deiginu ofan á og stráið kanilsykri yfir.

Bakið við 200°C þar til þetta er orðið fallega brúnt. Borðið með ís eða rjóma

rabbabarapæ að hætti sælkerans

rabbabari
50gr. sykur
100gr. hveiti
50gr. smjör
100gr. fyllt súkkulaði

1. skerið rabbabarann í bita (sneiðar) og setjið í eldfast mót (5-7 stilka)

2. skera súkkulaðið í bita og blanda út í rabbabarann

3. hnoða saman sykri, hveit og smjöri, og sáldra yfir réttinn

4. setja í 180c° heitann ofn í 30 mín

 
Einföld og fljótleg

Rabbarbari 

200 gr smjör,
1 bolli hveiti,
1 bolli sykur,
2 egg,
1 msk kókosmjöl,
1 tsk lyftiduft,
1 tsk vanillusykur,
má setja smá engifer og marsipan.

Látið rabbarbarann fylla botninn á eldföstu formi.
Smjörið er brætt í potti og þurrefnin sett útí, hrært saman.
Eggin hrærð saman við síðast. Þessu er hellt yfir rabbarb.
Bakað við 180° í 20-30 mín.
Rabarbara- og eplamulningur
 Neðra lag:

4 stk epli
400 g rabarbarabitar
1/4 bolli sykur
3 msk púðursykur
1 msk kanill
2 msk sítrónusafi
1/2 tsk múskat nýrifið

Efra lag:
100 g smjör
4/5 bolli hveiti
1/4 bolli haframjöl
3 msk púðursykur
1 tsk kanill
1/2 tsk salt
125 g hnetur saxaðar
1/4 tsk vanilludropar 

Hitið ofninn í 175°C.

Afhýðið eplin og takið kjarnann úr þeim og skerið þau í bita.
Blandið saman öllu sem í neðra lagið á að fara.
Setjið í botninn á eldföstu móti.
Myljið saman smjör og hveiti.
Blandið saman öllum hráefnunum sem eftir eru og hnoðið þau með hröðum handtökum saman við hveiti og smjörmulninginn, og dreifið yfir neðralagið.
Bakið neðarlega í ofninum í 45-50 mín.
Berið fram volgt með þeyttum rjóma og eða ís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir