rabb-a-babb 46: Héðinn Sig
Nafn: Héðinn Sigurðsson.
Árgangur: 71.
Fjölskylduhagir: Sambúð, eitt barn.
Starf / nám: Læknir og sveitastjórnarmaður í AHún.
Bifreið: VW.
Hestöfl: Passleg.
Hvað er í deiglunni: Bæta sig í víðu samhengi.
Hvernig hefurðu það?
Bærilegt.
Hvernig nemandi varstu?
Tók 1. bekk tvisvar og er enn að þótt þetta sé mér alltaf frekar erfitt.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
Blátt leðurbindi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Eins og Friðrik læknir.
Hvað hræðistu mest?
Börn í neyð og Strúnu stífgreiddu fyrir innan deskinn.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
Shakin Stevens.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí?
Horse With No Name.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?
Island rundt og Egill.
Besta bíómyndin?
Cinema Paradiso.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
Þoli ekki Hollywood.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
Lengja frá Síríus.
Hvað er í morgunmatinn?
Súrari, bansi og kaffi.
Uppáhalds málsháttur?
Betra er að vera sérvitur en samheimskur.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
Láki.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Spænsk eggjakaka.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Eldur í K.höfn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...út og suður.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Skinnalónsværðin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Tvöfeldni í roði.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?
Leeds. Palli Brynjars gaf tóninn.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á?
Tedda Karls.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
Búðardalurinn.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?
Of gildishlaðin spurning til að vera dómtæk.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?
Ættbogann, millilandaskip hlaðið vistum og bókhlöðu.
Hvað er best í heimi?
Sunna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.