Rabb-a-babb 198: Arnrún Bára
Nafn: Arnrún Bára Finnsdóttir.
Árgangur: 1989.
Fjölskylduhagir: Gift Kristjáni Blöndal og saman eigum við tvær dætur.
Búseta: Blönduós.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir eru Finnur Kristinsson & Guðbjörg Ólafsdóttir. Ég er uppalin á Skagaströnd.
Starf / nám: Hársnyrtimeistari, sveitarstjórnarfulltrúi / B.Ed í Grunnskólakennslufræðum.
Hvað er í deiglunni: Framkvæmdir í húsinu og njóta sumarsins með fjölskyldunni.
Rabbið:
Hvernig nemandi varstu? Ætli ég hafi ekki verið samviskusöm, temmilega kærulaus og vandvirk.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar að fermingarhópurinn labbaði með prestinum úr skólanum yfir í kirkjuna í blíðviðri.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér reyndar alltaf að verða hársnyrtir eða dýralæknir. Annað þeirra gekk eftir.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Hjólaskautar, hjól, skíði og allt sem að tengdist útivist og hreyfingu.
Besti ilmurinn? Lyktin af birkitrjám eftir rigningu.
Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Í Samfés ferð í 10.bekk. Við erum búin að vera saman síðan að við vorum 16 ára.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Líklega FM957.
Hvernig slakarðu á? Í sumarbústað, í heitum potti eða í góðum göngutúr. Annars þarf ég að fara að æfa mig betur í því að slaka á.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Þátturinn sem að er efst á listanum er Greys Anatomy. Love Island er síðan guilty pleasure sem að mér finnst gaman að horfa á.
Besta bíómyndin? Notebook nær mér í hvert skipti.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Crossfit dætrunum okkar! Þær eru hrikalegar og magnaðar konur sem að hafa náð glæsilegum árangri.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Skipuleggja það, ganga frá hlutum og sjá um þvottinn.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Pizza og frönsk súkkulaðikaka eru líklegast á toppnum. Ég er reyndar dóttir móður minnar í eldhúsinu og hef mjög gaman af því að elda góðan mat.
Hættulegasta helgarnammið? Hrískúlur, Hraun og ostasalat með Ritz kexi.
Hvernig er eggið best? Skramblað eða steikt báðum megin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er óþolandi gleymin og ég á það til að fresta hlutum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki, neikvæðni og ókurteisi.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Grasið er grænt þar sem að þú vökvar það.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Ætli það séu ekki leikskólaminningar með gömlum vinum.
Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Úfff erfið spurning. Ætli ég segi ekki bara Beyoncé á góðum tónleikadegi hjá henni.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Að lesa meira er á To do listanum. Lestur bóka hefur setið á hakanum vegna barneigna, vinnu og háskólanáms seinustu árin.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? “Farðu varlega” eða “passaðu þig” (við dætur mínar).
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð (fyrir utan nánustu fjölskyldu)? Ég myndi bjóða æskuvinkonunum þar sem að við erum allar farnar að þrá að hittast. Það er orðið aðeins of langt síðan seinast (vegna Covid19) og það er svo sannarlega kominn tími til að hafa gaman saman.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég hugsa að ég sé einmitt í skemmtilegasta tímabili lífsins núna. Dætur mínar eru fjögurra ára og tæplega tveggja ára og það er mikið líf og fjör. Ég er að reyna að njóta þeirra eins mikið og ég get. En það væri reyndar ótrúlega skemmtilegt að fara aftur til ársins 2016 þegar að ég og maðurinn minn ferðuðumst um Asíu og giftum okkur öllum að óvörum í Thailandi. Þær minningar verða seint toppaðar.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Með fullar hendur.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Balí eða Maldíveyjanna. Þetta eru draumaáfangastaðirnir sem mig langar til að heimsækja.
Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Sjá dætur mínar vaxa úr grasi og kynnast barnabörnunum. Byggja hús eða sumarbústað. Skoða heiminn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.