Prjónakaffi í Kvennaskólanum
TEXTÍLSETUR ÍSLANDS á Blönduósi mun standa fyrir dagskrá miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20.oo í Kvennaskólanum Árbraut 31. Gestur kvöldsins er Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR.
Sunneva mun kynna starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR, sýna fjölda mynda og ræða almennt um skilgreiningar í handverki, listiðnaði og hönnun.
Í vetur verður boðið upp á fræðslu, námskeið og þjónustu fyrir handverksfólk. Einnig er boðið upp á Prjónakaffi í Kvennaskólanum en það er í boði 2. viku hvers mánaðar.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta með prjóna eða aðra handavinnu, sýna sig og sjá aðra, fræðast og njóta. Úrval bóka og tímarita eru til útláns.
Textílsetur Íslands hefur tilkynnt að þar á bæ er steft að því að opna handverkshús á Blönduósi sumarið 2009.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.