Pólverjar enn lang fjölmennastir
Í Skagafirði býr fólk frá 25 þjóðlöndum auk Íslendinga. Alls eru 117 erlendir ríkisborgarar skráðir flestir þeirra pólskir eða 34. Þjóðverjar eru næstfjölmennastir, 18 að tölu og frá Danmörku koma 14, 8 svíar, 7 serbar, 4 bandaríkjamenn og jafmargir frá Úkraínu.
Frændur vorir Norðmenn eru í Skagafirði þrír að tölu, jafnmargir frökkum en aðrar þjóðir eiga að jafnaði aðeins einn fulltrúa. Þeir sem koma lengst að eru frá Nepal, Thaílandi, Brasilíu, Ástralíu og Suður Afríku.
Þessar upplýsingar koma fram í verkefni sem unnið er að í Húsi frítímans en það verkefni gengur út á að hafa samband við alla íbúa með erlent ríkisfang og kynna þeim þær tómstundir og þá afþreyingu sem í boði er í Skagafirði. Einnig að kynna fólk frá sama landi , efla menningu í Skagafirði og halda vel utan um þá sem í Skagafirði búa. Verkefnastjóri er Kinga Biskupska frá Póllandi.
/Skagafjörður.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.