Pólitískar greinar á Norðanátt

Norðanátt.is hefur ákveðið að hætta birtingu pólitískra greina fyrir kosningar 2009. Mikið magn af þeim greinum hefur borist eins og eðlilegt er þegar svona stutt er í kosningadaginn, en Norðanáttinni finnst ómögulegt að hafa það þannig að annað efni síðunnar falli í skuggann af þeim.

Greinarnar má lesa um víðan völl internetsins og er þeim sem þurfa að fá þær birtar svo og þeir sem vilja lesa, bent á að lesa greinarnar á öðrum héraðsmiðlum á Norðurlandi vestra s.s. hér á Feyki.is undir liðnum Aðsendar greinar. Þetta vandamál skapaðist á Feyki.is í upphafi kosningabaráttu, þá var forsíðan full af pólitískum greinum og annað efni hvarf á skömmum tíma. Þetta var leyst með því að búa til flokk fyrir aðsent efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir