"Pöbb Quiz" á Pottinum og Pönnunni í kvöld

Spurningakeppninni Pöbb Quiz, verður hleypt af stokkunum  á veitingastaðnum Pottinum og Pönnunni á Blönduósi í kvöld.
Er þarna um að ræða einfalda og skemmtilega spurningakeppni þar sem tveir eru saman í liði og verðlaun í boði fyrir sigurvegarana. Þeir sem giska rétt á bjórspurninguna fá frían bjór. Keppnin hefst kl. 20:00 og í tilkynningu frá undirbúningsnefnd kemur fram að allir séu velkomnir meðan húsrúm leyfi. Aðgangur er í anda kreppunnar, það er frír.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir