Partýljón í Sæmundarhlíð
Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Sigurjón Leó Vilhjálmsson eru Skagfirðingar sem búa ásamt þremur börnum sínum á Ljónsstöðum í Sæmundarhlíð. Þau eru hjónin á bak við nýtt fyrirtæki sem heitir því skemmtilega nafni Partýljón. Sigurjón vinnur sem smiður og Sonja er í fæðingarorlofi eins og er. En eins og nafnið á nýja fyrirtækinu gefur til kynna er hér um að ræða eitthvað meira en mjög spennandi. Hver elskar ekki gott partý?
Partýljón bíður fólki uppá að leigja búnað og vélar til að hafa í veislum og partýjum. Þau eru með tvær krapvélar, einfalda og tvöfalda. Poppvél og Candyfloss. Tvö píluspjöld og allt sem því fylgir og Soundboks hátalara. Síðan eru væntanlegar blöðrur, tölustafir, kynjablöðrur og þess háttar.
„Hugmyndin kviknaði þegar Sigurjón ákvað að leigja krapvél yfir áramótin og þurfti að taka hana með sér úr höfuðborginni heim í Skagafjörð til þess að geta boðið upp á krap á áramótunum. Spurningin var hvort það væri markaður fyrir svona leigu hérna á svæðinu og þá fóru hjólin að snúast og við ákváðum á láta slag standa og prófa,“ segir Sonja.
Það er bæði hægt að finna þau á Facebook og Instagram og þar er hægt að senda þeim skilaboð.
Það er nú ekki annað hægt en að enda á að spurja hvort þau séu mikil „partýljón“ ? „Já við tökum partý og veislur yfirleitt alla leið og finnst gaman að halda gott partý,“ segir Sonja að lokum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.