Páll vill vinnuhóp um reiðvegamál
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
02.03.2009
kl. 11.05
Páll Dagbjartsson hefur óskað eftir því við Umhverfis og samgöngunefnd Skagafjarðar að nefndin hafi forgöngu um að sveitarfélagið Skagafjörður skipi þriggja manna starfshóp sem hafi það verkefni að yfirfara reiðvegamál í héraðinu og gera tillögur til úrbóta.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur hins vegar ekki ástæðu til að Sveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun slíks vinnuhóps. Eðlilegra sé að hagsmunaaðilarnir sjálfir komi sér saman og myndi slíkan hóp. Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í tillögum að Aðalskipulagi Skagafjarðar er tillaga að reiðvegakerfi um héraðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.