Ótal gerðir af rabbabarasultu

Feykir heldur áfram að leika sér með rabbarbarann sem vex í flestum görðum. Að þessu sinni ávkáðum við að leita að afbrigðum af rabbabarasultum. Bæði hefðbundnum og óhefðbundnum, hollari og eins örlítið óhollari.
Holl rabbabarasulta
350 gr rabbabari, þveginn og saxaður gróft

100 gr döðlur, saxaðar gróft

1/4 bolli agavesíróp

1/2 tsk kanill

1 tsk sítrónusafi

Aðferð:

Setjið allt í pott og látið sjóða í um 15-20 mínútur.
Gott er að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til.
Setjið í sótthreinsaðar krukkur (sjóðið krukkur og lok í 10 mínútur).
Rabarbarasulta með sítruskeim

 

500g smátt brytjaður rabarbari

500g sykur

safi úr ½ sítrónu

kjötið úr einni appelsínu

rifinn börkur af ½  appelsínu

rifinn börkur af ¼ úr sítrónu

 

Látið rabarbarann í pott ásamt sykrinum og sítrónusafanum, og sjóðið við meðalhita í 15 mín.  Hrærið í öðru hverju. Rífið börkinn á fínu rifjárni og saxið appelsínukjötið. Blandið öllu út í sultuna. Sjóðið við vægan hita 30 – 40 mín. Þessi sulta er svolítið lík marmelaði.

 
Rabbabarasulta þessi gamla góða
1 kg rabbabari
800 gr sykur

Setur rabbabarann í pott og sykurinn ofan á og lætur standa þar til sykurinn er bráðnaður að mestu, nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Sýður svo sultuna við vægan hita þar til hún fer að dökkna og hrærir af og til í henni. Eftir því sem þú sýður hana lengur verður hún dekkri og þykkari. Setur sultuna í krukkur, kælir vel og lokar svo.

 

Hollustu rabbabarasulta

1kg rabbarbari - ungu leggirnir
500 g döðlur
500 g sveskjur
1 vanillustöng
soðið saman í um 30 - 50 mín og sett á krukkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir