Öskufall í Skagafirði
feykir.is
Uncategorized
20.05.2010
kl. 10.01
Íbúar Skagafjarðar urðu varir við öskufall frá eldstöðvunum í Eyjafjallajökli í sunnanblænum í gær. Ekki var um meiriháttar öskufall að ræða en sást greinilega á ljósum hlutum og þar sem fín askan hafði runnið til í regninu og safnast saman.
Ekki er útilokað að öskufall geti orðið í dag í Skagafirði en spá um öskufall á Íslandi sem gerð var 19. maí gerir ráð fyrir öskufalli norðaustur af eldstöðinni. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir hægan vind og helst líkur á öskufalli í nágrenni eldstöðvarinnar. Á sunnudag (23. maí) eru líkur á öskufalli samkvæmt Veðurtofu Íslands helst norðvestan Eyjafjallajökuls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.