Ort í himininn

Það var nóg um að vera á himninum yfir Norðurlandi vestra um helgina og útlit fyrir áframhaldandi skemmtun fram eftir vikunni. Það er gosið í Eyjafjallajökli sem hefur hrist svona upp í flugáætlunum á norðurhveli jarðar að Skagfirðinga og Húnvetningar geta nú skemmt sér við að telja rákirnar eftir farþegaþotur - jafnvel þannig að þeir hafa vart undan við að telja.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar síðastliðið föstudagskvöld sem sannarlega var fallegt í allri sinni rafmagnslausu dýrð og nokkuð ljóst að það er ekki Landsnet sem sér til þess að kvöldroðinn lýsi himininn. Norðlendingar gátu síðan horft á þoturnar skauta um skýin og látið sig dreyma um ferðalög til fjarlægra landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir